Sundlaugin á Blönduósi. Ljósm: Róbert Daníel
Sundlaugin á Blönduósi. Ljósm: Róbert Daníel
Vilhjálmur Andri Einarsson sigraði á mótinu. Ljósm. Róbert Daníel
Vilhjálmur Andri Einarsson sigraði á mótinu. Ljósm. Róbert Daníel
Sjúkraflutningsmaðurinn Einar “li var á svæðinu. Ljósm. Róbert Daníel.
Sjúkraflutningsmaðurinn Einar “li var á svæðinu. Ljósm. Róbert Daníel.
Ljósm. Róbert Daníel
Ljósm. Róbert Daníel
Fréttir | 24. maí 2017 - kl. 09:05
Nýtt Íslandsmet í ísbaði

Nýtt Íslandsmet í ísbaði

Nýtt Íslandsmet var sett í gær á Íslandsmeistaramótinu í ísbaði sem haldið var í sundlauginni á Blönduósi. Vilhjálmur Andri Einarsson sat í ísköldu ísbaði í 20 mínútur og 18 sekúndur og bar sigur út býtum á mótinu. Benedikt Lafleur varð í öðru sæti með tímann 17 mínútur og 21 sekúnda og í þriðja sæti varð Helgi Gunnar Thorvaldsson, Vestur-Íslendingur sem aldrei fyrr hafði farið í ísbað með tímann 15 mínútur og 4 sekúndur.

„Þetta gekk rosa­lega vel,“ sagði Bene­dikt Laf­le­ur, skipu­leggj­andi móts­ins, í sam­tali við mbl.is í gær. „Ég er mjög ánægður með um­gjörðina, fyr­ir­komu­lagið og aðstoðar­menn en það voru sjúkra­flutn­inga­menn frá Blönduósi sem voru með sjúkra­bíl reiðubú­inn við sund­laug­ina. Öll ör­yggis­atriði voru eins og best var á kosið.“

Benedikt var steinhissa á frammistöðu keppenda sem hafi staðið sig vonum framar. Hann sagði helsta mark­mið keppn­inn­ar að sýna fram á heilsu­gildi kaldra baða. Því sé ekki aðal­atriði að setja met, „þó að maður vilji alltaf gera bet­ur en maður hef­ur áður gert.“

Alls tóku 6 kepp­end­ur þátt og setið var í tveim­ur kör­um á sama tíma. Eft­ir keppn­ina fengu krakk­ar á svæðinu að prófa að sitja í vatn­inu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga