Fréttir | 24. maí 2017 - kl. 10:54
Viðræður að þokast í rétta átt

Árangursríkur fundar var haldinn í gær í kjaradeilu sjúkraflutningamanna og eru líkur á því að samningstilboð berist frá ríkinu í dag, að því er segir á vef Ríkisútvarpsins. Enn hefur engin uppsögn tekið gildi en sex sjúkraflutningamenn á Blönduósi sögðu upp í apríl og áttu uppsagnirnar að taka gildi í síðustu viku. Ákveðið var að fresta þeim og gefa þannig deiluaðilum færi á að ná samningi.

Þórður Pálsson, sjúkraflutningamaður á Blönduósi, segir í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins að enn sé enginn þeirra hættur. Sökum þess hve vel þokist í viðræðunum vilji þeir sjá hvaða tillögur samninganefnd ríkisins kemur með.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga