Blönduóskirkja
Blönduóskirkja
Fréttir | 26. maí 2017 - kl. 09:00
Útvarpsmessur teknar upp í Blönduóskirkju

Í dag og á morgun verða teknar upp útvarpsmessur úr Húnavatns- og Skagafjarðarprófastdæmi. Þeim verður svo útvarpað í sumar á Rás 1 á sunnudagsmorgnum klukkan 11. Allar upptökurnar fara fram í Blönduóskirkju. Fólki er boðið að koma í kirkjuna og vera við upptökur á messunum. Um hefðbundnar messur er að ræða og verður hver messa sungin í heild án þess að gert verði hlé. Það er betra vegna hljómburðar að fólk sitji á bekkjum og einnig gerir það andrúmsloftið eðlilegra, að því er segir í auglýsingu frá prófasti.

Meðfylgjandi er listi um upptökutíma og sendingartíma í sumar, presta og organista. Félagar úr kirkjukórum prestakallanna syngja við messurnar.

Föstudagurinn 26. maí.

Klukkan 18:00. Sauðárkróksprestakall. Sr. Sigríður Gunnarsdóttir. Organisti: Rögnvaldur Valbergsson. Útsending: 18. júní.

Klukkan 19:00. Skagastrandarprestakalla. Sr. Bryndís Valbjarnardóttir. Organisti: Hugrún Sif Hallgrímsdóttir. Útsending: 25. júní.

Klukkan 20:30. Breiðabólstaðarprestakall. Sr. Magnús Magnússon. Organisti: Pálína Fanney Skúladóttir. Útsending 13. ágúst.

Laugardagurinn 27. maí.

Klukkan 11:00. Glaumbæjarprestakall. Sr. Gísli Gunnarsson. Organisti: Stefán R. Gíslason. Útsending: 9. júlí.

Klukkan 13:00. Hofsóss- og Hólaprestakall. Sr. Halla Rut Stefánsdóttir. Organistar: Anna Kristín Jónsdóttir og Jóhann Bjarnason. Útsending: 16. júlí.

Klukkan 14:30. Miklabæjarprestakall. Sr. Dalla Þórðardóttir. Organistar: Sveinn Árnason og Stefán R. Gíslason. Útsending: 2. júlí.

Klukkan 16. Melstaðarprestakall. Sr. Guðni Þór Ólafsson. Organistar: Pálína Fanney Skúladóttir og Elinborg Sigurgeirsdóttir. Útsending: 27. ágúst.

Klukkan 17:30. Þingeyraklaustursprestakall. Sr. Sveinbjörn R. Einarsson. Organisti: Eyþór Franzon Wechner. Útsending: 23. júlí.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga