Fréttir | 28. maí 2017 - kl. 20:30
Samið í kjaradeilu sjúkraflutningsmanna og ríkisins

Samningar tókust fyrir helgina í kjaradeilu sjúkraflutningamanna og ríkisins vegan hlutastarfandi sjúkraflutningamanna. Í samtali við Stefán Pétursson, formann Landssambands slökkviliðs- og sjukraflutningsmanna, kemur fram að samkomulagið sé ásættanlegt og telur Stefán að þeir sex sjúkraflutningamenn í hlutastarfi við HSN á Blönduósi muni draga uppsagnir sínar tilbaka í kjölfar samkomulagsins.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga