Fréttir | 30. maí 2017 - kl. 08:59
Héraðsritið Húnavaka er komið út
Frá USAH

Húnavaka, héraðsrit USAH, er komið út. Efni þessa 57. árgangs  ritsins er fjölbreytt að vanda, m.a. viðtal við Sigrúnu Magnúsdóttur, fyrrverandi ráðherra, ferðasögur, frásagnir, smásögur og kveðskapur, þ.á.m. hinn kunni Hrakfallabálkur eftir Lúðvík Kemp. Að venju eru fréttaannálar úr héraði og minnst látinna heimamanna. Einnig eru í ritinu myndir af börnum fæddum árið 2016 og unglingum fæddum árið 2002. Ritstjóri er Ingibergur Guðmundsson.

Húnavökunni verður dreift inn á hvert heimili í Austur-Húnavatnssýslu dagana 30. og 31. maí en verður einnig til sölu í verslunum á svæðinu eftir næstu helgi. Það er von stjórnar USAH að ritinu verði vel tekið af Húnvetningum líkt og undanfarin ár.

Útgáfa ritsins er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga