Ljósm: Blanda/FB
Ljósm: Blanda/FB
Fréttir | 30. maí 2017 - kl. 09:14
Báru mann niður brattar hlíðar Spákonufellsborgar

Björgunarfélagi Blanda fékk beiðni um aðstoð í hádeginu í gær vegna manns sem var á gangi við Spákonufellsborg. Maðurinn, sem var í um 500 metra hæð, kvartaði undan brjóstverk og komst ekki leiðar sinnar. Björgunarsveitarmenn mættu á svæðið ásamt sjúkraflutningamönnum og lækni. Bera þurfti manninn á börum niður bratta hlíðina nokkra vegalengd í björgunarsveitarbíl sem flutti hann niður að bænum Brandaskarði þar sem sjúkrabíll beið.

Óskað var eftir aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar sem mætti á svæðið og flutti manninn á sjúkrahús. Sagt er frá þessu á Facebook síðu Blöndu þar sem meðfylgjandi mynd er fengin.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga