Tilkynningar | 08. júní 2017 - kl. 22:57
Pöntun á nýjum búningum
Frá USAH

USAH hefur gert samning við Jako um kaup á nýjum USAH búningum. Ef fólk vill panta föt þá eru mátunardagar eftirfarandi:

Mátun á Blönduósi: Föstudaginn 9.júní kl 13:00 – 14:00

Mátun á Blönduósi: Þriðjudagur 13.júní kl 13:00 -15:00

Mátun á Blönduósi: Miðvikudaginn 14.júní kl 17:00 – 18:30

Mátun á Skagaströnd: Fimmtudaginn 15.júní kl 17:00 –18:30

Mátunin á Blönduósi er á skrifstofu USAH (hurðin við hliðin á gömlu blómabúðinni).
Mátunin á Skagaströnd er í íþróttahúsinu.

Það sem í boði er: peysa, buxur, stuttermabolur, keppnistoppur (stuttur og síður) keppnisbuxur, töskur, skótaska, vindjakki, buff og hárbönd.

Síðasti dagur pöntunar er mánudaginn 19.júní.

Ef þið komist engan vegin á þessum tíma þá getið þið haft samband við Steinunni í s: 869-4857 en engu er lofað hvort það gangi upp.

Allar nánari upplýsingar fást hjá Steinunni eða á netfangið: usah540@simnet.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga