Tilkynningar | 13. júní 2017 - kl. 13:32
Frjálsíþrótta námskeið fyrir 1. – 3. b
Frá frjálsíþróttadeild Hvatar

Mánudaginn 26. júní hefst frjálsíþrótta námskeið fyrir börn fædd árið 2010 – 2008.

Námskeiðið verður kennt á íþróttavellinum á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 10:00 – 10:50 frá mánudeginum 26. júní til þriðjudagsins 11. júlí.

Barnamót USAH er svo haldið miðvikudaginn 12. júlí á Blönduósvelli og því kjörið að enda á að keppa á því.

Mæting er við nýja vallaskúrinn.

Verð er 3.500 kr. og skulu lagðar inn á reikning: 0307- 26- 1223 kt 650169-6629 áður en námskeið hefst.

Þjálfarar verða Hjördís Þórarinsdóttir og Þóra Karen Þorleifsdóttir. Þeim til aðstoðar er Steinunn H. Magnúsdóttir

Skráning fer fram með því að senda e-mail á steinamagg@gmail.com. Upplýsingar sem þurfa að koma fram eru nafn barns, kennitala, nafn forráðamanns, símanúmer forráðamanns og aðrar upplýsingar sem gott er fyrir þjálfara að vita. 

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga