Efnilegir krakkar í 8. flokki Hvatar. Ljósm: Hilmar Þór Hilmarsson
Efnilegir krakkar í 8. flokki Hvatar. Ljósm: Hilmar Þór Hilmarsson
Þessir krakkar koma alla leið frá Vestfjörðum
Þessir krakkar koma alla leið frá Vestfjörðum
Þessir grilluðu yfir 1000 pylsur
Þessir grilluðu yfir 1000 pylsur
Fréttir | 19. júní 2017 - kl. 22:25
Smábæjaleikar Arion banka og knattspyrnudeildar Hvatar voru um helgina

Fjórtándu Smábæjaleikar Arion banka, í samstarfi við SAH Afurðir og knattspyrnudeild Hvatar,  voru haldnir um helgina en þetta knattspyrnumót var fyrir krakka í 5., 6., 7. og 8 flokki, bæði stelpur og strákar. Keppendur voru um 400 talsins en 11 félög sendu 44 lið til  þátttöku að þessu sinni.

Knattspyrnudeild Hvatar hefur haldið Smábæjaleikana síðastliðin 13 ár og hafa þeir verið hugsaðir fyrir félagslið minni bæjarfélaga úti á landi. Þó hafa stærri lið fengið að senda einstaka c, d og e liði til þátttöku.

Gera má ráð fyrir því að íbúafjöldi á Blönduósi hafi tæplega þrefaldast. Ekki er hægt að segja að veðrið hafi leikið við keppendur og aðra á mótinu en það rigndi báða dagana en keppendur létu það ekki á sig fá og nutu samverunnar og þessa að spila skemmtilega knattspyrnu.

Að lokinni keppni á laugardeginum var kvöldvaka í íþróttahúsinu þar sem Pollapönk sá um að skemmta fólki í liðlega klukkutíma. Úrslit mótsins er hægt að sjá á Facebooksíðu mótsins https://www.facebook.com/Sm%C3%A1b%C3%A6jaleikar-Bl%C3%B6ndu%C3%B3si-1459409244370013/?ref=aymt_homepage_panel.

 

 

 

 

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga