Freyja veiddi fyrsta laxinn
Freyja veiddi fyrsta laxinn
Lífleg opnun í Ásunum
Lífleg opnun í Ásunum
Fréttir | 20. júní 2017 - kl. 09:03
Laxá á Ásum fer vel af stað

Laxveiði hófst í Laxá á Ásum síðastliðinn sunnudagsmorgun og var fyrsti laxinn dreginn að landi 07:40. Veiðimaðurinn var Freyja Kjartansdóttir. Alls veiddust 13 laxar þennan dag og margir hverjir vel vænir. Í sumar er veitt á fjórar stangir í stað tveggja í Ásunum en veiðisvæðið lengdist um sjö kílómetra eftir að Laxárvatnsvirkjun var lögð niður. Þá hefur veiðihúsið Ásgarður verið tvöfalda að stærð en húsið var byggt árið 2012. Aðstaða er öll hin glæsilegasta. Árin 2013-2015 veiddust yfir 1000 laxar í ánni en í fyrra endaði áin í 620 veiddum löxum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga