Fréttir | 20. júní 2017 - kl. 09:41
Opið hús í Bílskúrsgalleríinu

Fimmtudaginn 22. júní, milli klukkan 17 og 19, ætla listamenn hjá Textílsetri Íslands á Blönduósi að bjóða til textílsýningar í Bílskúrsgalleríinu við Kvennaskólann. Klukkan 19 verður myndin The Grant Green Story, eftir Sharony Green, sýn. Myndin fjallar um jazz gítarleikarann Grant Green sem er best þekktur fyrir störf sín fyrir Blue Note Records, fyrsta óháða jazz plötufyrirtæki Bandaríkjanna.

Það eru listamennirnir Sarah Chu, Sharony Green, Cornelia Theimer Gardella, Karin Hedberg, Kerstin Lindström, Christine Matsson, Claire Felicity Miller, Bargara Ramsay og Päivi Vaarula sem standa að sýningunni.

Allir eru velkomnir.

Heimasíða The Grant Green Story, a film er hér: https://www.grantgreenabluenote.com/

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga