Ljósm. FB/Víðidalsá
Ljósm. FB/Víðidalsá
Fréttir | 21. júní 2017 - kl. 10:32
Laxveiði hafin í Vatnsdalsá og Víðidalsá

Vatnsdalsá og Víðidalsá opnuðu í gær. Veðrið var veiðimönnum ekkert sérstaklega hagstætt í Húnavatnssýslum í gær, sérstaklega eftir hádegi þegar brast á með stífri suðaustanátti. Þrátt fyrir það veiddust fjórir laxar á fyrstu vaktinni í Vatnsdalsá sem hófst síðdegis. Tveir laxar veiddust í Hnausastreng, einn úr Hólakvörn og einn úr Torfhvammshyl sem er ofarlega í Forsæludal. Stærsti var um 99 sentímetra langur en allir laxarnir voru yfir 80 sentímetrar að lengd.

Alls veiddust 15 laxar í Víðidalsá á morgunvaktinni í gær, sem telst fín veiði, og var stærsti laxinn 94 sentímetrar. Guðmundur Örn Gunnarsson veiddi fiskinn í Harðeyrarstreng klukkan 07:15.  

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga