Fyrsti laxinn úr Blöndu. Ljósm: Höskuldur B.E.
Fyrsti laxinn úr Blöndu. Ljósm: Höskuldur B.E.
Fréttir | 22. júní 2017 - kl. 13:37
Laxveiðin fer vel af stað

Veiði í helstu laxveiðiám í Húnavatnssýslum er nú hafin og fer hún vel af stað. Samkvæmt vef Landssambands veiðifélaga var búið að veiða 126 laxa í Blöndu í gærkvöldi en þar veiddust alls 60 laxar síðastliðna viku. Blanda opnaði 5. júní. Miðfjarðará opnaði 15. júní og er veiðin komin í 170 laxa sem er meiri veiði en á svipuðum tíma í fyrra. Víðidalsá opnaði 20. júní og hafa veiðst 73 laxar á tveimur dögum. Vatnsdalsá opnaði líka 20. júní og hafa þar veiðst 16 laxar. Laxá á Ásum opnaði 18. júní og þar hafa veiðst um 30 laxar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga