Tilkynningar | 04. júlí 2017 - kl. 15:13
Sumardagskrá bókasafnsins
Frá Héraðsbókasafni A-Hún

Í júlí ætlum við aftur að gera sumarið skemmtilegra og bjóða upp á sumardagskrá á bókasafninu:

Mánudagar eru „bókakaffi-dagar“, þar sem hægt er að kynna sér nýútkomnar og valdar bækur og fá sér kaffi og kex á milli kl. 16:00 – 18:00.

Miðvikudagar eru „spiladagar“, þar sem við kynnum nýtt spil í hverri viku kl. 16:30. Hægt verður að prófa það og spila önnur spil á eftir.

Á þriðjudögum og fimmtudögum er lestrarátak. Börn á öllum aldri geta sótt stimplapassa á bókasafninu og fá stimpil fyrir hverja bók sem þau skila þann dag.  Þannig er hægt að lesa sér inn verðlaun.

(Skilyrði eru að bækur eru lesnar – foreldra geta aðstoðað við lesturinn eða lesa fyrir börnin 😊)

Sumardagskrá verður út júlí. Lestrarátakið mun standa til lok ágústs.

Fylgist með á Facebookarsíðu bókasafnsins (Héraðsbókasafn A-Hún) þar sem nánar verður sagt frá uppákomum í hvert skipti.

Opnunartímar safnsins í sumar verða óbreyttir.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga