Ljósm. Höskuldur B. Erlingsson
Ljósm. Höskuldur B. Erlingsson
Ljósm. Höskuldur B. Erlingsson
Ljósm. Höskuldur B. Erlingsson
Fréttir | 18. júlí 2017 - kl. 19:05
Myndaði erni í íslenskri náttúru

Höskuldur B. Erlingsson, lögreglumaður á Blönduósi og áhugaljósmyndari, fékk leyfi til að mynda arnarhreiður nýverið. Slík leyfi eru háð sérstökum skilyrðum og fékk Höskuldur að fara með starfsmönnum Náttúrufræðistofnunar Íslands sem voru að merkja arnarunga. Höskuldur birtir myndir úr ferðinni á Facebook síðu sinni og segist hann hafa upplifað mikinn fróðleik um fuglana.

Höskuldur segir að hann hafi óskað eftir leyfi til að ljósmynda arnarhreiður síðastiðinn vetur. Slíkt sé háð sérstökum leyfum þar sem ekki sé leyfilegt að koma nálægt arnarhreiðrum. Hann hafi svo fengið leyfið með ákveðnum skilyrðum. Höskuldur tekur fram að hann muni ekki gefa upp hvar myndirnar séu teknar.

Meðfylgjandi eru glæsilegar myndir af þessum tignalegu fuglum og fleiri myndir fá sjá á Facebook síðu Höskuldar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga