Fréttir | 18. júlí 2017 - kl. 17:09
Héraðsmót USAH 2017
Frá USAH

Héraðsmót USAH/Minningarmót USAH verður haldið á Blönduósvelli í dag, þriðjudaginn 18.júlí og á morgun, miðvikudaginn 19. júlí klukkan 18:00. Mótið er fyrir 10 ára og eldri (árg. 2007 og síðar) sem eru skráð í aðildafélög USAH.

Flokkaskipting er eftirfarandi: 10-11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára 16-19 ára og 20 ára og eldri.

Keppnisgreinar:

10-15 ára: 60/100m hlaup, 800m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp og spjótkast.

16 árar og eldri: 100m hlaup, 200m hlaup, 800m/1500m hlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast og þrístökk (20 ára og eldri).

Veittur er verðlaunapeningur fyrir fyrstu 3 sætin, stigahæsti einstaklingur í hverjum flokki fær bikar til eignar auk þess fær stigahæsta félagið farandbikar.

Veitt verða verðlaun fyrir besta afrek kvenna og besta afrek karla í kastgreinum til minningar um Þorleif Arason, slökkviliðsstjóra sem lést þann 11.nóvember 1991. Þorleifur var aðeins 46 ára gamall er hann lést en hann var mikill áhugamaður og þátttakandi í frjálsum íþróttum og voru kastgreinar hans sérgrein. Að auki fær sá sem náði besta afreki á mótinu í kastgreinum farandbikar.

Nánari upplýsingar um mótið og tímaseðil má finna inn á facebook viðburðinum „Héraðsmót USAH 2017“

Styrktaraðili mótsins er ÁTAK. Viljum við þakka þeim innilega fyrir stuðninginn.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga