Fréttir | 18. júlí 2017 - kl. 17:20
Prjónaganga á Húnavöku

Prjónaganga er orðin fastur liður á Húnavöku. Þrátt fyrir súld og smá sudda mættu tólf í prjónagönguna á sunnudaginn. Gangan fór fram undir styrkri leiðsögn Berglindar Björnsdóttur. Prjónagraffið var skoðað og það lagfært í leiðinni sem laga þurfti. Allir komust á leiðarenda, í Kvennaskólann. Þar var Paiva listakona frá Finnlandi að leiðbeina gestum og gangandi að jurtalita með aðstoð örbylgjuofns.

Myndirnar eru af Facebook síðu Vina Kvennaskólans.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga