Frá Hvammstanga
Frá Hvammstanga
Fréttir | 27. júlí 2017 - kl. 08:52
Viðhaldsfé veitt til styrkvega í Húnaþingi vestra

Vegagerðin hefur ákveðið að úthluta 1,8 milljón króna til styrkvega í Húnaþingi vestra á yfirstandandi ári. Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er gert ráð fyrir 2 milljónum króna til styrkvega og því verður viðhaldsféð samtals 3,8 milljónir á þessu ári. Mesti hluti fjársins, 2 milljónir, fer í viðhald á afréttarvegi á Víðidalstunguheiði og 1,2 milljónir til afréttavega í Miðfirði.

Alls fara 200 þúsund krónur til afréttavega í Hrútafirði, 200 þúsund til vegar yfir Brandagilsháls og sama fjárhæð til vegar upp á Vatnsdalsfjall.

Í fundargerð landbúnaðarráðs Húnaþings vestra frá því í síðustu viku kemur fram að viðkomandi fjallskilastjórnir muni sjá um framkvæmdir á afréttarvegum hver á sínu svæði að öðru leyti en því að sveitarstjóra er falið að fá verktaka í viðhald vegar yfir Brandagilsháls og vegar upp á Vatnsnesfjall.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga