Veitt í Svartá. Ljósm: AÞ
Veitt í Svartá. Ljósm: AÞ
Fréttir | 28. júlí 2017 - kl. 10:57
Góður gangur í Miðfjarðará

Miðfjarðará er í öðru sæti yfir aflamestu laxveiðiár landsins samkvæmt lista Landssambands veiðifélaga en síðastliðið miðvikudagskvöld var búið að veiða 1458 laxa úr ánni. Veiðin hefur gengið vel þrátt fyrir hlýindi og var vikuveiðin 256 laxar. Blanda er í fimmta sæti listans með 913 veidda laxa og var vikuveiðin 168 laxar.

Af öðrum húnvetnskum ám má nefna að Laxá á Ásum er komin í 438 laxa, Víðidalsá 372, Vatnsdalsá 267, Hrútafjarðará 80 og Svartá 37.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga