Fréttir | 14. ágúst 2017 - kl. 13:24
Blönduskóli verður settur í næstu viku

Blönduskóli verður settur þriðjudaginn 22. ágúst og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá 23. ágúst. Nauðsynlegt er að foreldrar barna sem eru að hefja nám í Blönduskóla hafi samband sem fyrst og skrái börnin sín í skólann í netfang blonduskoli@blonduskoli.is. Foreldrar barna sem eru að koma úr leikskólanum Barnabæ þurfa þó ekki að skrá börnin sín. Einnig er nauðsynlegt að láta vita ef nemendur eru að hætta.

Frekari upplýsingar verða sendar foreldrum í tölvupósti og settar á vef Blönduskóla. Þó skal nefna að Byggðaráð Blönduósbæjar samþykkti í sumar að öllum börnum í Blönduskóla verði veitt nauðsynleg námsgögn og ritföng án endurgjalds þannig að ekki þarf að kaupa skriffæri, möppur og stíla/reiknibækur.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga