Frá Blönduósi
Frá Blönduósi
Fréttir | 23. ágúst 2017 - kl. 10:18
Verðlækkun veldur forsendubresti í rekstri sauðfjárbúa

Byggðaráð Blönduósbæjar lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu sauðfjárbænda. Skorar ráðið á ráðherra landbúnaðarmála og ráðherra byggðamála, sem og á þingmenn kjördæmisins, að beita sér fyrir því að málefni sauðfjárbænda verði leyst með farsælum hætti. Í samþykkt byggðaráðs sem samþykkt var samhljóða á fundi þess í gær kemur fram að verði af þeim lækkunum á verði til bænda sem boðaðar hafa verið í haust sé ljóst að um gríðarlegt tekjutap verði að ræða og í raun valdi þær forsendubresti í rekstri flestra sauðfjárbúa.

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps og byggðarráð Húnaþings vestra hafa einnig lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu sauðfjárbænda og hefur verið skorað á þingmenn kjördæmisins sem og á ráðherra að beita sér fyrir því að málefni þeirra verði leyst með farsælum hætti.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga