Tilkynningar | 25. ágúst 2017 - kl. 15:30
Opinn fundur um stöðu og málefni sauðfjárbænda

Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda og Félag sauðfjárbænda í Skagafirði boða hér með til opins umræðufundar um stöðu og málefni sauðfjárbænda um þessar mundir. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi miðvikudaginn 30. ágúst nk. klukkan 20:00.

Framsögu munu hafa

-        Ágúst Andrésson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa

-        Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda

-        Sigríður Ólafsdóttir, ráðunautur á rekstrarsviði RML

Sveitarstjórnarfólki af svæðinu, fulltrúum SSNV, þingmönnum norðvestur kjördæmis og fleiri ráðamönnum hefur einnig verið boðið á fundinn.

Allir sauðfjárbændur hvattir til að mæta, láta rödd sína heyrast og koma sínum skoðunum á framfæri.

Félag sauðfjárbænda í Skagafirði
Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga