Gengið um Hrútey. Ljósm: FB/Visit North West Iceland.
Gengið um Hrútey. Ljósm: FB/Visit North West Iceland.
Fréttir | 14. september 2017 - kl. 09:50
Velheppnuð lýðheilsuganga um Hrútey

Alls mættu 44 í frábærlega velheppnaða lýðheilsugöngu Ferðafélags Íslands á Blönduósi í gær. Gengið var um náttúruperluna Hrútey undir leiðsögn Berglindar Björnsdóttur í blíðskaparveðri. Ferðafélag Íslands stendur fyrir lýðheilsugöngum alla miðvikudaga í september, um allt land. Göngurnar eru hluti af afmælisdagskrá félagsins en það fagnar 90 ára afmæli á árinu. Næsta ganga á Blönduósi, næstkomandi miðvikudag, verður um gamla bæinn á Blönduósi.

Þeir sem skrá sig í göngurnar eiga möguleika á vinningi og hækka vinningslíkurnar eftir því sem göngurnar verða fleiri. Skráning er á slóðinni http://lydheilsa.fi.is/#skraning.

Sjá má myndir úr göngunni í gær á Facebook síðunni Visit North West Iceland.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga