Einn vel vænn
Einn vel vænn
Fréttir | 14. september 2017 - kl. 09:43
Laxá á Ásum komin yfir 1000 laxa múrinn

Samkvæmt nýjum tölum af vef Landssambands veiðifélaga er búið að veiða 1057 laxa í Laxá á Ásum sem er 437 löxum meira en allt síðasta sumar þegar 620 laxar komu á land. Þrjú sumur þar á undan veiddust fleiri en þúsund laxar, mest árið 2015 þegar 1680 laxar komu á land. Miðfjarðará, sem er önnur aflahæsta á landsins, er komin í 3470 laxa og var vikuveiðin 231 lax. Veiðst hafa 1433 laxar í Blöndu og var vikuveiðin ekki nema þrír laxar.

Víðidalsá er komin í 690 laxa en þar veiddust alls 1137 laxar í fyrra. Vatnsdalsá er komin í 620 laxa en í fyrra var veiðin 853 laxar. Hrútafjarðará er komin í 325 laxa og Svartá í 117 laxa sem er mun minni veiði en síðasta sumar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga