Fréttir | 15. september 2017 - kl. 07:47
Sundleikfimi að hefjast á Blönduósi

Í næstu viku hefst sundleikfimi í sundlauginni á Blönduósi. Sunddeild Ungmennafélagsins Hvatar ætlar að bjóða upp á fjögurra vikna námskeið sem verður frítt, nema að hver og einn þarf að borga fyrir sig til að komast ofaní laugina. Æfingarnar verða á þriðjudögum og fimmtudögum frá klukkan 10:20 til 11:00. Þjálfari verður Ásta María Bjarnadóttir.

„Tímarnir eru settir upp með léttum og rólegum æfingum sem henta öllum aldri. Æfingar í vatni hafa verið mjög vinsælar þar sem ekki er álag á liðamót og geta því æfingarnar dregið úr verkjum og styrkt í leiðinni litla sem stóra vöðva,“ segir í auglýsingu um námskeiðið.

Skráning er hér á skráningarblað, í tölvupósti (hvotsund@hotmail.com), á Facebook síðu sunddeildar Hvatar á Blönduósi eða í síma 845-9056 (Ásta María).

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga