Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Fimmtudagur, 28. mars 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Mars 2024
SMÞMFL
252627282912
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 20:51 0 0°C
Laxárdalsh. 20:51 0 0°C
Vatnsskarð 20:51 0 0°C
Þverárfjall 20:51 0 0°C
Kjalarnes 20:51 0 0°C
Hafnarfjall 20:51 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
22. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
17. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
15. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
11. mars 2024
Bækur Guðrúnar frá Lundi. Ljósm: FB/Héraðsbókasafn A-Hún.
Bækur Guðrúnar frá Lundi. Ljósm: FB/Héraðsbókasafn A-Hún.
Fréttir | 21. september 2017 - kl. 16:45
Bækur Guðrúnar frá Lundi lesnar í tætlur

Bækur Guðrúnar frá Lundi eru mest lesnu bækurnar á Héraðsbókasafni Austur-Húnvetninga. Þær voru það einnig árið 1965. „Áttu nokkuð bók eftir frá Guðrúnu á Lundi?“ er spurning dagsins á bókasafninu alla dag, allt árið um kring, segir Katharina A. Schneider forstöðumaður safnsins í pistli á Facebook síðu þess.

Guðrún frá Lundi er einn vinsælasti og afkastamesti skáldsagnahöfundur á Íslandi. Samtals skrifaði hún 27 bækur, þar að meðal Dalalíf I-V (1946-1951), Afdalabarn (1950), Tengdadóttirin I-III (1952-1954), og Utan frá sjó I-IV (1970-1973).

Katharina segir í pistlinum að reglulega sé bent á að endurnýja mætti eintök bókasafnsins en flest allar Guðrúnarbækur safnsins, 59 talsins, séu lesnar í tætlur. Hún segir það hins vegar auðveldara sagt en gert. Einhverra hluta vegna hafi bækur hennar ekki verið endurútgefnar, með undantekningunum Dalalíf og Afdalabarnið. Slegist sé um bækurnar á bókamörkuðum og samfélagsmiðlum og aldrei hafi þær komið upp úr þeim bókakössum sem gefnar séu bókasafninu.

Pistil Katharina A. Schneider má lesa hér:

Bækur Guðrúnar frá Lundi lesnar í tætlur

„Áttu nokkuð bók eftir Guðrúnu frá Lundi?” er spurning dagsins á Héraðsbókasafni A-Hún, alla daga, allt árið um kring. Það er ekki ofsögum sagt að bækur Guðrúnar, fædd Guðrún Baldvina Arnardóttir (1887-1975) frá Lundi í Fljótum í Skagafirði, eru vinsælar. Þær voru mest lesnu bækur á bókasafninu árið 1965 (skv. Húnavöku) og eru það enn í dag - sæti númer eitt, tvö, og þrjú.

Guðrún frá Lundi er einn vinsælasti og afkastamesti skáldsagnahöfundur á Íslandi. Samtals skrifaði hún 27 bækur, þar að meðal Dalalíf I-V (1946-1951), Afdalabarn (1950), Tengdadóttirin I-III (1952-1954), og Utan frá sjó I-IV (1970-1973).

Það er reglulega bent á að endurnýja mætti eintök bókasafnsins („Ansi er hún Tengdadóttirin í slæmu ástandi”), en flest allar „Guðrúnarbækur” safnins, 59 samtals, eru lesnar í tætlur. Það er hins vegar auðveldara sagt en gert. Einhverra hluta vegna hafa bækur hennar ekki verið endurútgefnar, með undantekningunum Dalalíf og Afdalabarnið. Slegist er um bækurnar á bókamörkuðum og samfélagsmiðlum. Aldrei hafa þær komið upp úr þeim bókakössum sem gefnar eru bókasafninu.

Það þótti víst ekki mjög menningarlegt á tímabili að lesa sögur eftir Guðrúnu frá Lundi. Þær eru átthagasögur og ættarsögur sem fjalla um hversdagslíf bænda og hjúa í dölum og sveitum Íslands um aldamótum 1900. Menningarvitar þjóðarinnar kölluðu þær kaffibollaþvaður og kerlingarbækur. Ásta Benediktsdóttir bókmenntafræðingur flutti fyrirlestur fyrir nokkrum árum („Er líf eftir Dalalíf?”) þar sem hún segir frá konu sem stalst til að lesa bækur hennar í æsku og þurfti að gera það í felum því faðir hennar vildi ekki sjá svona vitleysu. Enn í dag finnst bókasafnsgestum að þeir þurfi afsökun fyrir að lesa bækur hennar: „Það er bara svo gott að lesa eitthvað létt fyrir svefninn.”

Afsakanir hafa þó minnkað á undanförnum árum, líklega vegna þess að skáldverk og skáldkonan Guðrún frá Lundi hafa fengið aukna athygli og viðurkenningar. Víða eru haldnir fyrirlestrar og málþing um ævi og störf hennar („Er enn líf í Hrútadal?” í Ketilásum í Fljótum í Skagafirði sumarið 2010; „Kona fer undir vatn” á bókasafninu á Akranesi 2012; „Dalurinn í 70 ár” á Borgarbókasafninu 2017). Sjónvarpsþátturinn Landinn heimsótti Héraðsbókasafn Skagfirðinga fyrir nokkrum árum til að fræðast um vinsældir hennar, og nú í sumar var haldin sýning „Kona á skjön” á Sauðárkróki, þar sem Guðrún átti heima til æviloka.

Af hverju á ekki að hafa gaman af bókum Guðrúnar frá Lundi? Sögur hennar eru grípandi og aðgengilegar til lestrar. Dagný Kristjánsdóttir prófessor í nútímabókmenntum, lýsir í grein sinni á Vísindavefnum Guðrúnu sem nútímalegum höfundi sem notaði frásagnaaðferðir þekktar frá verðlaunahöfundunum Selmu Lagerlöf, Karen Blixen og Astrid Lindgren. Hallgrímur Helgason rithöfundur kallaði Dalalíf, vinsælustu bók Guðrúnar, „magnaðan síðuflettara”. Guðrún kunni vel þá aðferð að enda kafla þannig að lesendur gætu ekki annað en haldið áfram að lesa. Mannlýsingar eru lifandi og trúverðulegar. Sögupersónur eins og Jón á Nautaflötum, dalarprins og kvennabósi, og slúðurdrottningin Jóhanna Andrésdóttir (Dalalíf) eru tímalausar og sígildar, þrátt fyrir að þær hafi verið skapaðar um miðja síðustu öld.

Þó svo að hér er ekki um öruggar heimildar að ræða, í sagnfræðilegum skilningi, þá gefa sögur Guðrúnar skemmtilega innsýn í horfinn heim. Lýsingar frá hversdagslífi („Það fyrsta, sem nýju hjónin gerðu, var að kveikja ljós inni í baðstofunni og fara með ljós í lýsislampa fram í fjósið til þess að sjá kúna og kálfinn”), brúðkaupsveislum og sveitaböllum („Bezti spilari sýslunnar var fenginn til að spila fyrir dansinum”), mataræði og tísku („Það eftirsóknarverðasta sem nokkur ung stúlka gat hugsað sér í þá daga var að eignast upphlut”), draga upp líflega mynd af bændasamfélagi þeirra tíma sem skáldkonan sjálf ólst upp í og þekkti vel.

Áframhaldandi og jafnvel auknar vinsældir Guðrúnar frá Lundi skýrast örugglega líka af því að söguheimur hennar er laus við áreiti nútímans. Þrátt fyrir ástarsorg og örlög, þá einkennist tíðarandinn í bókum hennar af stöðugleika og vissu öryggi. Árstíðir, árstímabundin störf og kirkjulegar hátíðir mynda fasta punkta í tilveruna: „Sumarið fór og veturinn kom” og alltaf kemur ný kynslóð eftir aðra. Tíðarandinn er í mótvægi við rafrænan hraða og byltingarkenndan veruleika 21. aldar, og hver er ekki til í að fá smá hvíld frá hraða og streitu nútímans og sökkva sér inn í söguheim þar sem aðrar reglur gilda. (Sana Hussain frá bókmenntatímaritinu ,,The Missing Slate" skrifaði áhugaverða grein um verðmæti þess konar bókmennta, ,,escapist fiction" á ensku.)

Í stuttu máli sagt verður örugglega áframhaldandi eftirspurn eftir bókum Guðrúnar frá Lundi á bókasafninu, og mun ástandið á eintökum safnsins ekki skána við það… þar til endurprentanir koma laugh

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið