Skjáskot af N4
Skjáskot af N4
Fréttir | 19. október 2017 - kl. 09:07
Umfjöllun um gamla bæinn á Blönduósi

Í þættinum Að norðan sem sýndur er á norðlensku sjónvarpsstöðin N4 var nýlega fjallað um gamla bæinn á Blönduósi sem Blönduósbær vill gera að verndarsvæði í byggð í góðri samvinnu við íbúa og húseigendur. Í þættinum er rætt við Valgarð Hilmarsson, forseta bæjarstjórnar Blönduósbæjar, um verkefnið. Gamli bæjarhlutinn á Blönduósi á sér langa og merkilega sögu sem varðveitt er í gömlum húsakosti og heilstæðusvipmóti byggðarinnar. Fæstir þéttbýlisstaðir á Íslandi geta státað af slíkum byggðakjarna og því er merkilegt að varðveita hann og að uppbygging takist vel til.

Þáttinn má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga