Fréttir | 19. október 2017 - kl. 09:32
Námskeið í boði stéttarfélaga

Stéttarfélögin Aldan, Kjölur, Samstaða og SFR gera vel við félagsmenn sína og bjóða þeim frítt á námskeið hjá Farskólanum. Félagsmenn annarra stéttarfélaga eru velkomnir á námskeiðin en mörg þeirra styrkja félagsmenn sína um allt að 75% af verði námskeiða. Námskeiðin sem um ræðir eru fljóta – slaka – njóta, konfektgerð, næringarfræði fyrir fróðleiksfúsa og iPad–námskeið.

Fljóta – slaka – njóta
Flot er hugsað sem vettvangur fyrir fólk til að koma saman og upplifa nærandi slökunarstund í þyngdarleysi umvafið vatni með aðstoð flothettu og fótafloti. Áhersla er lögð á slökun og núvitund.
Verð: 11.900 kr.
Fjöldi: Þátttakendur lágmark 12 hámark 20.
Lengd: 2 skipti, 2 klst. hvert skipti.
Hvar og hvenær: Námskeiðin haldin í sundlaugum.
Hvammstangi: Miðvikudaginn 1. nóv. og mánudaginn 6. nóv. Kl. 21:30 báða dagana.
Hofsós: Miðvikudaginn 8. nóv. og mánudaginn 13. nóv. Kl. 20:30 báða dagana.
Blönduós: Miðvikudaginn 15. nóv. og mánudaginn 20.nóv. Kl. 21:00 báða dagana.
Leiðbeinandi: Auður Björk Birgisdóttir, leiðbeinandi í floti.

Konfektgerð
Farið er í alla grunnþætti konfektgerðar s.s. gerð fyllinga, steypingu í konfektform og temprun á súkkulaði. Þátttakendur búa til sína eigin mola og taka með sér heim.
Verð: 7.900 kr.
Fjöldi: Þátttakendur lágmark 12, hámark 20.
Lengd: 2 klst.
Hvar og hvenær: Sauðárkrókur: Þriðjudagurinn 7. nóv. kl. 17:30 – 19:30. Blönduós: Fimmtudaginn 9.nóv. kl. 16:30 – 18:30. Hvammstangi: Fimmtudaginn 9.nóv. kl. 19:30-21:30. Leiðbeinandi: Halldór Kristján Sigurðsson, bakari og konditor.

Næringarfræði fyrir fróðleiksfúsa
Fjallað um orkuefnin og trefjaefni; grunnatriði næringarfræðinnar, orkuþörf og ráðlagða dagskammta. Fjallað um „áhugaverðar og sígildar“ mýtur og neyslu á fæðubótarefnum. Hvaða mataræði hentar mismunandi hópum; svo sem fyrir þá sem eru í ofþyngd, þá sem eru of grannir eða þá sem stunda mikla hreyfingu.
Verð: 12.700 kr.
Fjöldi: Þátttakendur lágmark 12.
Lengd: 3 klst.
Hvar og hvenær: Sauðárkrókur: Laugardaginn 4.nóv. kl. 9:00 – 12:00. Blönduós: Laugardaginn 4. nóv. kl. 13:00 – 16:00. Hvammstangi: Sunnudaginn 5. nóv. kl. 10:00 – 13:00. Leiðbeinandi: Ólafur Sæmundsson, næringarfræðingur.

iPad–námskeið
Hagnýtt námskeið fyrir byrjendur Farið verður yfir grundvallaratriðin í iPad spjaldtölvum og helstu forrit sem fylgja tækinu. Kennt á „App store“ og hvernig á að finna og ná í hentug forrit ásamt því að farið verður yfir helstu stillingar. Athugið! Þetta er ekki fyrir Android spjaldtölvur eins og Lenovo, einungis fyrir iPad frá Apple.
Verð: 9.700 kr.
Fjöldi: Þátttakendur 10-12.
Lengd 3 klst.
Hvar og hvenær: Blönduós: 4. desember kl. 17:00 – 20:00. Hvammstangi: 5. desember kl. 18:00 – 21:00. Sauðárkrókur: 6. desember kl. 17:00 – 20:00. Leiðbeinendur: Álfhildur Leifadóttir, kennari og Apple-kennari og Bergmann Guðmundsson, kennari og Apple-kennari.

Skráning og nánari upplýsingar á heimasíðu Farskólans, www.farskolinn.is eða í síma 455 6010.

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga