Ljósm: blonduos.is
Ljósm: blonduos.is
Fréttir | 23. október 2017 - kl. 10:00
775 gestir í Upplýsingamiðstöð A-Hún.

Alls komu 775 gestir frá 27 löndum í Upplýsingamiðstöð ferðamála í Austur-Húnavatnssýslu í sumar. Flestir voru þeir Þjóðverjar, Bandaríkjamenn, Kínverjar og Frakkar. Flestir voru á aldrinum 25-44 ára eða 48% af heildarfjöldanum, þar á eftir kom aldurshópurinn 45-49 ára eða 35% og 16-24 ára eða 10%. Fimm prósent gestanna voru 60 ára og eldri. Upplýsingamiðstöðin opnaði í byrjun júní  og var opin alla virka daga í sumar. Henni var lokað 15. september síðastliðinn.

Upplýsingamiðstöðin er til húsa í Héraðsbókasafninu að Hnjúkabyggð á Blönduósi og er hún eingöngu opin yfir sumarmánuðina. Hún var fyrst opnuð 9. júní 2016. Þar er hægt að nálgast upplýsingabæklinga, ferðakort, göngukort ásamt því að fá upplýsingar um m.a. gistimöguleika, afþreyingu, veitingar, færð og skipulagðar ferðir í Austur Húnavatnssýslu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga