Tilkynningar | 05. nóvember 2017 - kl. 14:26
Starf við þjónustutengsl á Blönduósi
Arion banki auglýsir eftir starfsmanni við útibúið á Blönduósi

Arion banki leitar að öflugum og jákvæðum starfsmanni í starf við þjónustutengsl í útibúi bankans á Blönduósi. Við leitum að einstaklingi sem hefur ánægju af því að veita framúrskarandi þjónustu og vill starfa sem hluti af góðri liðsheild.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið

 • Móttaka viðskiptavina

 • Að veita einstaklingum og fyrirtækjum þjónustu, upplýsingar og faglega ráðgjöf

 • Að framfylgja þjónustu- og sölustefnu bankans hverju sinni

 • Ýmis önnur verkefni í samráði við yfirmann

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni

 • Frumkvæði og söludrifni

 • Nákvæm vinnubrögð og skipulagshæfni

 • Góð tölvukunnátta og áhugi á stafrænum lausnum

Vinnutími kl. 08.30–12.00 og kl.13.00–16.30 alla virka daga.

Um er að ræða tímabundið starf til ágústloka 2018.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Auðunn Steinn Sigurðsson útibússtjóri, sími 450 9802, netfang audunn.sigurdsson@arionbanki.is.

Umsóknarfrestur er til og með 14. nóvember 2017. Sótt er um starfið á arionbanki.is.

Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga