Tilkynningar | 25. nóvember 2017 - kl. 14:10
Árshátíð Húnavallaskóla
Frá nemendum í 9. og 10. bekk

Árshátíð Húnavallaskóla er í dag og hefst hún klukkan 16. Fjölbreytt skemmtiatriði: Leiksýningar og tónlistaratriði. Níundi og tíundi bekkingar frumflytja leikritið KEFLEIFUR (út eða heim) eftir Guðjón Sigvaldason sem leikstýrir einnig. Eftir skemmtiatriðin verður okkar rómaða veislukaffi.

Miðaverð (innifalið er kaffihlaðborð):
2500 kr. fyrir 16 ára og eldri
1000 kr. fyrir 7-15 ára.
Frítt fyrir 6 ára og yngri.

Skólablaðið Grettistak verður selt á staðnum á 1200 kr.

Ath. ekki er tekið við greiðslukortum

9. og 10. bekkur Húnavallaskóla

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga