Fréttir | 07. desember 2017 - kl. 15:16
MAST auglýsir starf eftirlitsdýralæknis í Norðvesturumdæmi

Matvælastofnun óskar eftir því að ráða eftirlitsdýralækni til starfa í Norðvesturumdæmi með aðsetur á Sauðárkróki. Um fullt starf er að ræða og æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 27. desember næstkomandi.

Eftirlitsdýralæknir sinnir fyrst og fremst eftirliti samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum á sviði matvæla og dýravelferðar, heilbrigðiseftirliti í sláturhúsum, samskiptum við opinberar stofnanir ásamt umsjón með tilteknum málaflokkum á verksviði umdæmisskrifstofunnar. Eftirlitsdýralæknirinn mun einnig starfa í matvælateymi Matvælastofnunar.

Menntunar- og hæfniskröfur og nánari upplýsingar má finna á vef Matvælastofnunar eða með því að smella hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga