Fréttir | 13. desember 2017 - kl. 11:38
Bók um íslensku lopapeysuna

Út er komin bókin Íslenska lopapeysan - uppruni, saga og hönnun eftir Ásdísi Jóelsdóttur, lektor við menntavísindasvið Háskóla íslands. Um er að ræða ritrýnda útgáfu og er það í fyrsta skipti sem gefið er út ritrýnt fræðirit í textílgreininni. Þekkingarsetrið á Blönduósi veitti styrk til verkefnisins. Bókin byggir á víðtækri rannsókn á rituðum heimildum, ljósmyndum og viðtölum við fjölda aðila.

Rannsókn á uppruna, hönnun og þróun íslensku lopapeysunnar hófst haustið 2014 , en verkefnið var samstarfsverkefni þriggja safna; Gljúfrasteins – húss skáldsins, Hönnunarsafns Íslands og Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga