Fréttir | 13. desember 2017 - kl. 14:27
Opið hús og námskeið í kartöfluprentun

Mira-Liina Skyttälä, styrkhafi í listamiðstöðinni í Kvennaskólanum á Blönduósi, verður með opið hús 14. desember, frá klukkan 16-19 í stúdíóinu á annarri hæð skólans. Mira-Liina mun halda námskeið í kartöfluprentun. Aðferðin gengur út á það að nota kartöflur sem stimpla og prenta á fjölnota poka.

Námskeiðið hentar öllum aldurshópum og er ókeypis. Börn verða þó að vera í fylgd með fullorðnum.

Frekari upplýsingar um Mira-Liina má finna hér - https://www.miramoi.net/

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga