Fréttir | 18. desember 2017 - kl. 12:15
Sakir útkljáðar “ ný bók

Út er komin bókin Sakir útkljáðar: Sáttabók Miðfjarðarumdæmis í Húnavatnssýslu 1799-1865, eftir Vilhelm Vilhelmsson. Bókin inniheldur uppritun á handriti umræddrar sáttabókar auk ítarlegs inngangskafla um sáttanefndir í sögu Íslands. Hún veitir fróðlega innsýn í líf og hagi almennings í vesturhluta Húnavatnssýslu á firri hluta 19. aldur. Þar birtast leiðir almennings til þess að leysa úr ágreiningsmálum og um leið halda friðinn í nærumhverfi sínu án þess að leita að náðir dómstóla.

Bókin inniheldur nafna- og atriðisorðaskrá svo að hægt er að fletta upp á nöfnum einstakra manna eða bæja og er uppfull af fróðleik um okkar heimahérað.

Bókin fæst m.a. í Kaupfélaginu á Hvammstanga.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga