Fréttir | 14. janúar 2018 - kl. 11:01
Þekkingarsetrið auglýsir eftir forstöðumanni

Á vef Blönduósbæjar auglýsir Þekkingarsetrið á Blönduósi eftir forstöðumanni í 100% starf og er umsóknarfrestur til og með 5. febrúar 2018.. Þekkingarsetrið er rannsókna- og fræðasetur staðsett í Kvennaskólanum á Blönduósi. Sérsvið setursins eru textíll og strandmenning. Forstöðumaður ber ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi stofnunarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

Að veita Þekkingarsetrinu forstöðu og vinna m.a. að samþættingu stofnanna í Kvennaskólanum á Blönduósi
Ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi stofnunarinnar
Stefnumótun og áætlanagerð
Vinna að verkefnaþróun og samstarfsverkefnum sem Þekkingarsetrið tekur þátt í
Afla styrkja úr samkeppnissjóðum, innlendum og erlendum
Mynda tengsl við innlenda og erlenda aðila á sérsviðum setursins

Hæfniskröfur:

Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Fagleg þekking og góð reynsla af stjórnun
Samskiptahæfni og jákvætt viðmót
Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Mjög góð íslensku- og enskukunnátta

Nánari upplýsingar veitir Arnar Þór Sævarsson, formaður stjórnar í síma 455 4700 eða í netfangi arnar@blonduos.is.

Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar 2018. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi.

Þekkingarsetrið áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga