Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 15. janúar 2018 - kl. 15:48
Veturinn minnir á sig

Gul viðvörun er nú í gildi fyrir Norðurlandi vestra. Vestlæg átt hefur verið í dag og samkvæmt Veðurstofunni mun áttin verða norðlægari þegar líður á daginn. Á morgun gengur í norðvestan hvassvirði eða storm með ofankomu og skafrenningi, hvassast og úrkomumest á Ströndum. Búast má við því að skyggni verði mjög takmarkað.

Nánar um veðrið á vedur.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga