Frá útskriftinni. Ljósm: farskolinn.is
Frá útskriftinni. Ljósm: farskolinn.is
Fréttir | 16. janúar 2018 - kl. 11:22
Farskólinn útskrifar átta svæðisleiðsögumenn

Í síðustu viku útskrifuðust átta svæðisleiðsögumenn frá Farskólanum – námstöð símenntunar á Norðurlandi vestra. Námið var kennt í samstarfi við Menntaskólann í Kópavogi – Leiðsöguskólann. Ellefu námsmenn hófu námið í janúar 2017 og komu þeir víða að úr landshlutanum, m.a. tveir úr Húnaþingi vestra og þrír frá Skagaströnd. Formleg útskrift fór fram 12. janúar síðastliðinn frá Gauksmýri í Húnaþingi vestra.

Verkefnastjóri námsins var Kristín Einarsdóttir, en hún hefur sjálf lokið námi í svæðisleiðsögn ásamt því að starfa innan ferðaþjónustunnar. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra styrktu námið og skipti sá stuðningur sköpum fyrir verkefnið, að því er segir á vef Farskólans. Menntaskólinn í Kópavogi veitti faglegan stuðning og reynslumiklir leiðbeinendur komu víða að.

Á meðfylgjandi mynd frá Farskólanum eru: Neðsta röð frá vinstri: Kristín Lundberg og Sarah Holzem. Næsta röð: Dagný Sigmarsdóttir og Khatarina Ruppel. Næsta röð: Sigrún Sigurðardóttir og Eydís Magnúsdóttir. Efsta röð: Bryndís Þráinsdóttir, Jón Ólafur, Ólafur Bernódusson og Kristín Einarsdóttir, verkefnastjóri.

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga