Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 17. janúar 2018 - kl. 10:21
Ný líkamsræktaraðstaða á Skagaströnd

Í dag milli klukkan 12:30 og 18:00 verður opið hús í líkamsræktaraðstöðunni í íþróttahúsinu á Skagaströnd. Tilefnið er að talsverðar breytingar hafa verið gerðar á aðstöðunni og verður hún gjaldfrjáls til 31. janúar næstkomandi í boði sveitarfélagsins. Ný tæki frá World Class verða kynnt af starfsfólki og einkaþjálfara samkvæmt leiðbeiningu og kennslu frá Ólafi Jóhannessyni stöðvarstjóra hjá World Class. Einnig mun Þórey Aradóttir einkaþjálfara vera með starfsemi sína til kynningar.

​Íþróttahúsið á Skagaströnd var tekið í notkun árið 1998. Í því er 16x32 metra parketlagður salur þar sem hægt er að stunda ýmsar íþróttir. Auk líkamsræktaraðstöðunnar er þar einnig kennslustofur og aðstaða fyrir kennara. 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga