Húnvetningar á Mannamóti. Ljósm: Facebook.
Húnvetningar á Mannamóti. Ljósm: Facebook.
Fréttir | 18. janúar 2018 - kl. 13:51
Húnvetningar á Mannamóti

Markaðsstofur landshlutanna halda í dag vinnufundinn Mannamót í Reykjavík fyrir samstarfsfyrirtæki sín. Viðburðurinn fer fram í flugskýli flugfélagsins Ernis við Reykjavíkurflugvöll og stendur frá klukkan 12-17. Þar á meðal eru fulltrúar fyrirtækja úr Austur-Húnavatnssýslu. Mannamót er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og er tilgangurinn að kynna landsbyggðafyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu.

Á Facebook síðu umræðuhóps áhugafólks um ferðaþjónustu í Austur-Húnavatnssýslu er sagt frá því að á viðburðinum í dag séu þátttakendur frá Austur-Húnavatnssýslu en það eru þau Edda Brynleifsdóttir eigandi Hitt og þetta handverks og Vötnin Angling Service, Björn Þór Kristjánsson, eigandi veitingastaðarins B&S á Blönduósi og Gunnar Rúnar Kristjánsson sem er einn af skipuleggjendum Prjónagleðinnar sem fram fer á Blönduósi í júní. Meðfylgjandi mynd er fengin af Facebook síðu umræðuhópsins.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga