Frá vinnusýningu Benna. Ljósm: neisti.net
Frá vinnusýningu Benna. Ljósm: neisti.net
Fréttir | 23. janúar 2018 - kl. 15:07
Góð mæting á vinnusýningu Benna

Um 70 áhorfendur komu til að fylgjast með þjálfunaraðferðum Benna Líndal á vinnusýningu hans í reiðhöllinni Arnargerði á laugardaginn. Benni kom með fjögur hross á mismunandi tamningastigum og sýndi gestum aðferðir sem hann notar við vinnu sína með ung hross og meira tamin hross. Á vef hestamannafélagsins Neista segir að gaman hafi verið að fylgjast með samspili knapa og hesta sem einkenndist af léttleika og trausti.

Hestamannafélagið þakkar Benna og áhorfendum fyrir komuna og vonar að þessi góða mæting gefi tóninn fyrir komandi viðburði.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga