Fréttir | 16. febrúar 2018 - kl. 09:11
Konudagstónleikar í Miðgarði

Kvennakórinn Sóldís heldur sína árlegu Konudagstónleika og veislukaffi að söng loknum, sunnudaginn 18. febrúar næstkomandi í Menningarhúsinu Miðgarði. Söngstjóri er Helga Rós Indriðadóttir, undirleikari Rögnvaldur Valbergsson og einsöngvarar eru Ólöf Ólafsdóttir, Íris Olga Lúðvíksdóttir og Ragnheiður Petra Óladóttir. Aðgangseyrir er kr. 3.500 og hefjast tónleikarnir klukkan 15:00.

Kvennakórinn Sóldís var stofnaður haustið 2010 af þremur konum í Skagafirði, þeim Drífu Árnadóttur á Uppsölum, Írisi Olgu Lúðvíksdóttur í Flatatungu og Sigurlaugu Maronsdóttur á Sauðárkróki. Kórinn hefur aðstöðu til æfinga í Menningarhúsi Skagfirðinga í Miðgarði. Æft er á hverjum þriðjudegi, frá byrjun september fram til loka apríl, þá fer hluti kvennanna í fæðingarorlof, ekki hefðbundið þó, því það fer aðallega fram í fjárhúsunum. Þá eru ekki æfingar í desember. Fyrir tónleika og áríðandi uppákomur eru settar inn aukaæfingar og þá er tekið hressilega á því. Frá kórinn telur um 55 meðlimi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga