Fréttir | 19. febrúar 2018 - kl. 14:54
Breyting á aðalskipulagi Blönduósbæjar

Blönduósbæjar auglýsir á vef sveitarfélagsins lýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi. Aðalskipulagsbreytingin felst í breytingu á landnotkun á svæði umhverfis Húnabæ sem er innan þéttbýlis Blönduósbæjar. Viðfangsefnið er að gera nýjan reit fyrir iðnaðarsvæði en reiturinn tekur yfir svæði sem í dag er skilgreint sem íbúðarsvæði og að hluta sem óbyggt  svæði.

Skipulagslýsinguna má finna á vef Blönduósbæjar og einnig má nálgast hana á skrifstofu sveitarfélagsins að Hnjúkabyggð 33. Opið verður hjá skipulagsfulltrúa miðvikudaginn 28. febrúar næstkomandi milli 13 og 16  þar sem íbúum og hagsmunaraðilum gefst kostur á að kynna sér lýsinguna.

Íbúar og hagsmunaaðilar geta sent inn ábendingu varðandi skipulagslýsinguna. Ábendingar skulu berast skipulagsfulltrúa Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduós eða á netfangið byggingafulltrui@blonduos.is fyrir mánudaginn 5. mars 2018.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga