Borðeyri. Ljósm: hunathing.is
Borðeyri. Ljósm: hunathing.is
Fréttir | 20. febrúar 2018 - kl. 10:14
Verndarsvæði í byggð “ íbúafundur á Borðeyri

Húnaþing vestra hefur nú í undirbúningi umsókn til mennta- og menningarmálaráðherra um að elsti hluti Borðeyrar verði skilgreindur sem Verndarsvæði í byggð. Vegna þessa verður boðið til íbúafundar í Tangahúsi á Borðeyri miðvikudaginn 28. febrúar næstkomandi klukkan 18. Þar verður tillaga um verndarsvæði kynnt fyrir íbúum og gefst þeim kostur á að bera upp spurningar og koma með athugasemdir.

Á fundinum mun Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur kynna greinargerð um sögu Borðeyrar sem hann útbjó vegna þessa verkefnis ásamt því að gera grein fyrir tillögunni um verndarsvæði í byggð.

Boðið verður upp á súpu fyrir fundargesti.

Allir velkomnir.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga