Appelsínugul viðvörun. Mynd: vedur.is
Appelsínugul viðvörun. Mynd: vedur.is
Fréttir | 21. febrúar 2018 - kl. 12:04
Appelsínugul viðvörun vegna veðurs

Nú er úti veður vont en enn ein lægðin er að ganga yfir landið og örugglega ekki sú síðasta á þessum vetri. Bálhvasst er orðið í Húnavatnssýslum og hafa félagar úr björgunarsveitinni Húnum þurft að aðstoða fólk í morgun. Björgunarsveitarmenn hafa einnig verið sendir á Holtavörðuheiðina til að aðstoða ferðamenn sem lent hafa í vandræðum með bíla sína.

Á vef Ríkisútvarpsins er rætt við Gunnar Örn Jakobsson, formann Húna, en hann segir að klæðning hafi losnað af húsi á Hvammstanga og rúða gengið inn á einum stað. Hvortveggja hafi verið minniháttar aðgerðir. Appelsínugul viðvörun er í gangi fyrir Norðurland vestra. Sjá nánar á vef Veðurstofunnar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga