Blönduskóli
Blönduskóli
Tilkynningar | 21. febrúar 2018 - kl. 21:48
Árshátíð Blönduskóla 2018

Hin árleg árshátíð Blönduskóla verður haldin föstudaginn 23. febrúar í Félagsheimilinu á Blönduósi. Húsið opnar klukkan 19:30. Árshátíðin hefst klukkan 20:00 og lýkur klukkan 01:00. Dagskrá hefst með ávarpi talsmanns unglingaráðs. Næst verður leikritið „Go.Com.Air“ sýnt í leikstjórn Jófríðar Jónsdóttur. Þegar leikritinu lýkur verða glæsilegar kaffiveitingar en eftir þær er hin frábæra Blönduvision söngvakeppnin.

Eins og venjulega verður happdrætti.

Að lokinni formlegri skemmtidagskrá eiga nemendur 5. bekkjar og yngri að fara heim. Við tekur dansleikur þar sem frábærir nemendur Blönduskóla stýra tónlist fyrir dansi.

Miðaverð:
6. bekkur og eldri kr. 2.500.-
1. – 5. bekkur kr. 1.000.-
6 ára og yngri fá frítt.

Vonandi sjáum við sem flesta og lofum við frábærri skemmtun eins og alltaf!

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga