Minningarsteinn á aftökustaðnum.
Minningarsteinn á aftökustaðnum.
Fréttir | 22. febrúar 2018 - kl. 13:17
Leita til ráðgjafa með uppbyggingu á Þrístöpum

Húnavatnshreppur ætlar að auglýsa eftir ráðgjafa eða ráðgjafafyrirtæki til að starfa með sveitarfélaginu að framtíðaruppbyggingu á Þrístöpum og gestastofu sem staðsett yrði í nágrenni við Þrístapa og fengi nafnið Agnesarstofa. Þrístapar eru þrír samliggjandi smáhólar sem liggja vestast í Vatnsdalshólunum norðan þjóðvegarins.

Þar fór fram síðasta aftakan á Íslandi 12. janúar árið 1830 þegar Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir voru hálfshöggvin fyrir morð á Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni. Höggstokkurinn og öxin eru varðveitt á Þjóðminjasafni Íslands en minningarsteinn er á aftökustaðnum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga