Mynd: Facebook.com/refillinn
Mynd: Facebook.com/refillinn
Fréttir | 23. febrúar 2018 - kl. 08:16
Refilsaumur heillar Morgunvaktina

Á Morgunvaktinni í Ríkisútvarpinu 8. febrúar síðastliðinn var rætt við Jóhönnu Erlu Pálmadóttur, forstöðumann Textílsetursins á Blönduósi. Í viðtalinu segir hún frá frá Vatnsdælareflinum, prjónaskap og fleiru sem tengist starfi Textílsetursins. Refilsaumur hefur heillað Morgunvaktina að undanförnu í framhaldi af fréttum um að Frakkar hefðu ákveðið að lána eina helstu þjóðargersemi sína Bayeux-refilinn til Englendinga.

Morgunvaktin fjallaði viku fyrr um Njálurefilinn, sem byrjað var að sauma fyrir fimm árum en áður höfðu konur í Húnaþingi tekið sig til og byrjað að sauma Vatnsdælurefilinn. Hvatamaður að því verki var Jóhanna Erla Pálmadóttir.

Hlusta má á viðtalið hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga