Frá Skagastrandarhöfn
Frá Skagastrandarhöfn
Fréttir | 16. mars 2018 - kl. 10:43
Gerð smábátahafnar á Skagaströnd ekki háð mati á umhverfisáhrifum

Fyrirhugaðar eru framkvæmdir við smábátahöfn á Skagaströnd. Um er að ræða dýpkun á um átta þúsund fermetra svæði þar sem allt að ellefu þúsund rúmmetrar af lausu efni verður grafið upp af botni og jafnframt gerður brimvarnargarður. Málið var til umræðu á sveitarstjórnarfundi Skagastrandar í gær þar sem sveitarstjóri, fyrir hönd Skagastrandarhafnar, kallaði eftir ákvörðun sveitarstjórnar hvort gerð smábátahafnar væri háð mati á umhverfisáhrifum.

Í bókun fundarins er það niðurstaða sveitarstjórnar Skagastrandar að gerð smábátahafnar í Skagastrandarhöfn sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og því sé framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga