Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 16. mars 2018 - kl. 11:12
Skagaströnd kaupir í Ámundakinn

Sveitarstjórn Skagastrandar hefur samþykkt að verða við óskum Ámundakinnar um að sveitarfélagið kaupi 5 milljónir hluta í félaginu á genginu 1,8 og nemur kaupverðið því 9 milljónum króna. Hlutur Skagastrandar í Ámundakinn hækkar við kaupin úr 0,62% í 3,01%. Ástæða viðskiptanna er fjármögnun á viðhaldi og endurbótum á húsnæði Ámundakinnar að Bogabraut 1 á Skagaströnd sem leigt er Samkaupum fyrir verslun félagsins á staðnum. Til að fjármagna þær framkvæmdir þarf að afla fjármuna, m.a. með auknu hlutafé.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga